Kennitölur | 31.12.2018 | 31.12.2017 |
---|---|---|
Hagnaður eftir skatta | 19.260 | 19.766 |
Hreinar rekstrartekjur | 53.910 | 53.512 |
Hreinar vaxtatekjur | 40.814 | 36.271 |
Arðsemi eigin fjár fyrir skatta | 12,8% | 12,3% |
Arðsemi eigin fjár eftir skatta | 8,2% | 8,2% |
Eiginfjárhlutfall | 24,9% | 26,7% |
Vaxtamunur eigna og skulda | 2,7% | 2,5% |
Kostnaðarhlutfall* | 45,5% | 46,1% |
Heildarlausafjárþekja LCR | 158% | 157% |
Lausafjárþekja LCR FX | 534% | 931% |
Heildareignir | 1.326.041 | 1.192.870 |
Útlán í hlutfalli við innlán viðskiptavina | 153,6% | 153,0% |
Stöðugildi | 919 | 997 |
* Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána)
Allar upphæðir eru í milljónum króna
Rekstrarhagnaður Landsbankans eftir skatta nam 19,3 milljörðum króna á árinu 2018 samanborið við 19,8 milljarða króna á árinu 2017. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 8,2% á árinu 2018, sama arðsemi og árið 2017. Eiginfjárhlutfall bankans nam 24,9% í árslok 2018 samanborið við 26,7% eiginfjárhlutfall í byrjun ársins.
Vaxtamunur bankans, hlutfall hreinna vaxtatekna af meðalstöðu efnahagsreiknings, hækkaði um 4,5 milljarða króna á milli ára. Á árinu 2018 var vaxtamunurinn 2,7% samanborið við 2,5% árið á undan.
Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 8,2 milljörðum króna samanborið við 8,4 milljarða króna árið áður en það er lækkun um 3,2% á milli ára. Aðrar rekstrartekjur námu 3,6 milljörðum króna samanborið við 7 milljarða árið áður. Óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar. Kostnaðarhlutfall lækkaði milli ára, er 45,5% árið 2018 samanborið við 46,1% árið 2017.
Heildareignir bankans námu 1.326 milljörðum króna í árslok 2018 og hækkuðu þær um rúm 11% á árinu.
Helstu breytingar á eignahlið efnahags Landsbankans á árinu 2018 voru þær að útlán til viðskiptavina hækkuðu um 138,9 milljarða króna og skuldabréfaeign bankans lækkaði um tæpa 40,3 milljarða króna.
Á skuldahlið voru þær breytingar helstar að innlán viðskiptavina jukust um tæpa 87,9 milljarða króna. Lántökur jukust á árinu um 32,5 milljarða króna og víkjandi lán hækka um 13,3 milljarða króna.
Eigið fé bankans lækkar um 6,4 milljarða króna á milli ára, en lækkunina má rekja til 24,8 milljarða króna arðgreiðslu á árinu. Hagnaður bankans nam 19,3 milljörðum króna á árinu 2018.
Eignir (m. kr.) | 31.12.2018 | 31.12.2017 | Breyting 2018 | |
---|---|---|---|---|
Sjóður og innstæður í Seðlabanka | 70.854 | 55.192 | 15.662 | 28% |
Markaðsskuldabréf | 77.058 | 117.310 | -40.252 | -34% |
Hlutabréf | 23.547 | 27.980 | -4.433 | -16% |
Útlán og kröfur á lánastofnanir | 71.385 | 44.866 | 26.519 | 59% |
Útlán til viðskiptavina | 1.064.532 | 925.636 | 138.896 | 15% |
Aðrar eignir | 17.335 | 18.238 | -903 | -5% |
Eignir til sölu | 1.330 | 3.648 | -2.318 | -64% |
Samtals | 1.326.041 | 1.192.870 | 133.171 | 11% |
Skuldir og eigið fé (m. kr.) | 31.12.2018 | 31.12.2017 | Breyting 2018 | |
---|---|---|---|---|
Innlán frá lánastofnunum og Seðlabanka | 34.609 | 32.062 | 2.547 | 8% |
Innlán frá viðskiptavinum | 693.043 | 605.158 | 87.885 | 15% |
Lántaka | 314.412 | 281.874 | 32.538 | 12% |
Aðrar skuldir | 31.027 | 27.642 | 3.385 | 12% |
Víkjandi lántökur | 13.340 | 77 | 13.263 | 17.225% |
Eigið fé | 239.610 | 246.057 | -6.447 | -3% |
Samtals | 1.326.041 | 1.192.870 | 133.171 | 11% |
Lausafjárstaða bankans bæði í heild og í erlendri mynt var traust á árinu 2018 og lausafjárhlutföll bankans vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Lausafjáreignir námu tæpum 176 milljörðum króna í lok árs 2018.
Meginmælikvarði lausafjáráhættu til skamms tíma er lausafjárþekja (e. liquidity coverage ratio (LCR)) sem mælir hlutfall hágæða lausafjáreigna af hreinu heildarútflæði á næstu 30 dögum miðað við álagsaðstæður.
Lausafjárþekja var 158% í lok árs 2018 en Seðlabankinn gerir kröfu um að hlutfallið sé að lágmarki 100%. Lausafjárþekja erlendra mynta var á sama tíma 534% en Seðlabankinn gerir kröfu um að það hlutfall sé að lágmarki 100%.
Lausafjárforði (m. kr.) | 31.12.2018* | 31.12.2017* | Breyting 2018 | |
---|---|---|---|---|
Sjóður og innstæður í Seðlabanka | 35.291 | 12.151 | 22.971 | 189% |
Markaðsskuldabréf og önnur verðbréf veðhæf hjá Seðlabanka | 9.738 | 48.114 | -38.375 | -80% |
Erlend ríkisskuldabréf með 0% áhættuvog | 49.932 | 49.771 | 161 | 0% |
Hágæða lausafjáreignir | 94.961 | 110.036 | -15.243 | -14% |
Útlán og kröfur á fjármálafyrirtæki | 81.211 | 57.074 | 24.137 | 42% |
Heildarlausafjárforði | 176.172 | 167.110 | 8.894 | 5% |
*Lausafjárvirði
Útlán til viðskiptavina námu 1.065 milljörðum króna í lok árs 2018 samanborið við tæpa 926 milljarða króna í byrjun ársins og hækkuðu þau um 139 milljarða króna á árinu.
Útlán jukust bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Vanskilahlutfall útlána heldur áfram að lækka og var 0,8% í lok árs 2018, samanborið við 0,9% í lok árs 2017. Heildareignir bankans hækkuðu um 133,2 milljarða króna á árinu.
Innlán viðskiptavina, jukust um 14,5% á árinu 2018, eða um 87,9 milljarða króna. Innlán frá lánastofnunum og Seðlabanka hækkuðu um 2,5 milljarða króna á árinu.
Í júlí 2018 staðfesti S&P Global Ratings óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans BBB+/A-2 með áframhaldandi stöðugum horfum.
Landsbankinn gaf út víkjandi skuldabréf í september 2018 að fjárhæð 100 milljónir evra. Skuldabréfin eru á gjalddaga í september 2028 með heimild til innköllunar í september 2023. Um er að ræða fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu Landsbankans og er hún með lánshæfiseinkunnina BBB- frá S&P Global Ratings. Skuldabréfin bera fasta 3,125% vexti fyrstu fimm árin og voru seld á kjörum sem jafngilda 285 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Í október 2018 veitti Norræni fjárfestingabankinn (NIB) Landsbankanum lán að fjárhæð 75 milljónir Bandaríkjadala með gjalddaga í október 2025.
Landsbankinn greiddi upp eftirstöðvar skuldabréfaútgáfu á gjalddaga skuldabréfanna í október 2018 og námu eftirstöðvarnar 150 milljónum evra.
Regluleg útboð sértryggðra skuldabréfa voru haldin á árinu 2018 og voru áður útgefnir flokkar stækkaðir um 32 milljarða króna að nafnverði á árinu.
Rekstrarreikningur (m. kr.) | 2018 | 2017 | Breyting 2018 | |
---|---|---|---|---|
Hreinar vaxtatekjur | 40.814 | 36.271 | 4.543 | 13% |
Virðisbreyting | 1.352 | 1.785 | -433 | -24% |
Hreinar vaxtatekjur eftir virðisbreytingu | 42.166 | 38.056 | 4.110 | 11% |
Hreinar þjónustutekjur | 8.157 | 8.431 | -274 | -3% |
Gjaldeyrisgengismunur | -1.497 | -1.375 | -122 | 9% |
Aðrar rekstrartekjur | 5.084 | 8.400 | -3.316 | -39% |
Afkoma fyrir rekstrarkostnað | 53.910 | 53.512 | 398 | 1% |
Laun og launatengd gjöld | 14.589 | 14.061 | 528 | 4% |
Önnur rekstrargjöld | 9.348 | 9.789 | -441 | -5% |
Rekstrarkostnaður | 23.937 | 23.850 | 87 | 0% |
Hagnaður fyrir skatta | 29.973 | 29.662 | 311 | 1% |
Tekju- og bankaskattur | -10.713 | -9.896 | -817 | 8% |
Hagnaður ársins | 19.260 | 19.766 | -506 | -3% |
Hreinar vaxtatekjur námu 40,8 milljörðum króna á árinu 2018 samanborið við 36,3 milljarða króna árið 2017. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,7% en var 2,5% árið áður.
Virðisbreytingar voru jákvæðar um 1,4 milljarða króna samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1,8 milljarða króna árið 2017. Hreinar þjónustutekjur námu 8,2 milljörðum króna á árinu 2018 samanborið við 8,4 milljarða króna árið áður.
Aðrar rekstrartekjur námu 3,6 milljörðum króna á árinu 2018 samanborið við 7 milljarða króna árið 2017, sem er lækkun um 49% á milli ára. Óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar.
Rekstrarkostnaður ársins 2018 var 23,9 milljarðar króna og hækkar um 0,4% frá árinu á undan. Launakostnaður hækkar um 3,8% á milli ára og annar rekstrarkostnaður lækkar um 441 milljónir eða um 4,5%. Kostnaðarhlutfallið fyrir árið reiknast 45,5%. Kostnaðarhlutfallið sýnir hlutfall rekstrargjalda bankans á móti hreinum rekstrartekjum, að undanskildum virðisbreytingum. Stöðugildum í samstæðu bankans fækkaði um 78 á árinu 2018, úr 997 í 919.