Fjármál og ársreikningur

Fara neðar

Helstu atriði ársreiknings


Hagnaður (ma. kr.)

19,3

Eiginfjárhlutfall

24,9%

Arðsemi eigin fjár

8,2%

Skoða ársreikninginn (pdf)

Fara neðar

Afkomukynning fyrir árið 2018

Kennitölur 31.12.2018 31.12.2017
Hagnaður eftir skatta 19.260 19.766
Hreinar rekstrartekjur 53.910 53.512
Hreinar vaxtatekjur 40.814 36.271
Arðsemi eigin fjár fyrir skatta 12,8% 12,3%
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 8,2% 8,2%
Eiginfjárhlutfall  24,9% 26,7%
Vaxtamunur eigna og skulda 2,7% 2,5%
Kostnaðarhlutfall* 45,5% 46,1%
Heildarlausafjárþekja LCR  158% 157%
Lausafjárþekja LCR FX 534% 931%
Heildareignir 1.326.041 1.192.870
Útlán í hlutfalli við innlán viðskiptavina 153,6% 153,0%
Stöðugildi 919 997

* Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána)
Allar upphæðir eru í milljónum króna

Rekstrarhagnaður Landsbankans eftir skatta nam 19,3 milljörðum króna á árinu 2018 samanborið við 19,8 milljarða króna á árinu 2017. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 8,2% á árinu 2018, sama arðsemi og árið 2017. Eiginfjárhlutfall bankans nam 24,9% í árslok 2018 samanborið við 26,7% eiginfjárhlutfall í byrjun ársins.

Hagnaður (m. kr.)
Arðsemi eigin fjár
Eiginfjárhlutfall

Vaxtamunur bankans, hlutfall hreinna vaxtatekna af meðalstöðu efnahagsreiknings, hækkaði um 4,5 milljarða króna á milli ára. Á árinu 2018 var vaxtamunurinn 2,7% samanborið við 2,5% árið á undan.

Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 8,2 milljörðum króna samanborið við 8,4 milljarða króna árið áður en það er lækkun um 3,2% á milli ára. Aðrar rekstrartekjur námu 3,6 milljörðum króna samanborið við 7 milljarða árið áður. Óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar. Kostnaðarhlutfall lækkaði milli ára, er 45,5% árið 2018 samanborið við 46,1% árið 2017.

Efnahagsreikningur

Heildareignir bankans námu 1.326 milljörðum króna í árslok 2018 og hækkuðu þær um rúm 11% á árinu.

Helstu breytingar á eignahlið efnahags Landsbankans á árinu 2018 voru þær að útlán til viðskiptavina hækkuðu um 138,9 milljarða króna og skuldabréfaeign bankans lækkaði um tæpa 40,3 milljarða króna.

Á skuldahlið voru þær breytingar helstar að innlán viðskiptavina jukust um tæpa 87,9 milljarða króna. Lántökur jukust á árinu um 32,5 milljarða króna og víkjandi lán hækka um 13,3 milljarða króna.

Eigið fé bankans lækkar um 6,4 milljarða króna á milli ára, en lækkunina má rekja til 24,8 milljarða króna arðgreiðslu á árinu. Hagnaður bankans nam 19,3 milljörðum króna á árinu 2018.

Kostnaðarhlutfall
Heildareignir (m. kr.)
Vaxtamunur (m. kr.)
*Vaxtamunur eigna og skulda
Eignir (m. kr.) 31.12.2018  31.12.2017 Breyting 2018 
Sjóður og innstæður í Seðlabanka 70.854 55.192 15.662 28%
Markaðsskuldabréf 77.058 117.310 -40.252 -34%
Hlutabréf 23.547 27.980 -4.433 -16%
Útlán og kröfur á lánastofnanir 71.385 44.866 26.519 59%
Útlán til viðskiptavina 1.064.532 925.636 138.896 15%
Aðrar eignir 17.335 18.238 -903 -5%
Eignir til sölu  1.330 3.648 -2.318 -64%
Samtals 1.326.041 1.192.870 133.171 11%
Skuldir og eigið fé (m. kr.) 31.12.2018 31.12.2017 Breyting 2018 
Innlán frá lánastofnunum og Seðlabanka 34.609 32.062 2.547 8%
Innlán frá viðskiptavinum 693.043 605.158 87.885 15%
Lántaka 314.412 281.874 32.538 12%
Aðrar skuldir 31.027 27.642 3.385 12%
Víkjandi lántökur 13.340 77 13.263 17.225%
Eigið fé 239.610 246.057 -6.447 -3%
Samtals 1.326.041 1.192.870 133.171 11%


Eigið fé (m. kr.)
* Eiginfjárhlutfall

Lausafjárstaða

Lausafjárstaða bankans bæði í heild og í erlendri mynt var traust á árinu 2018 og lausafjárhlutföll bankans vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Lausafjáreignir námu tæpum 176 milljörðum króna í lok árs 2018.

Meginmælikvarði lausafjáráhættu til skamms tíma er lausafjárþekja (e. liquidity coverage ratio (LCR)) sem mælir hlutfall hágæða lausafjáreigna af hreinu heildarútflæði á næstu 30 dögum miðað við álagsaðstæður.

Lausafjárþekja var 158% í lok árs 2018 en Seðlabankinn gerir kröfu um að hlutfallið sé að lágmarki 100%. Lausafjárþekja erlendra mynta var á sama tíma 534% en Seðlabankinn gerir kröfu um að það hlutfall sé að lágmarki 100%.

Heildarlausafjárþekja (LCR)
 
Lágmarkskrafa Seðlabankans = 100%
Lausafjárþekja erlendar myntir (LCR FX)
 
Lágmarkskrafa Seðlabankans = 100%
Lausafjárforði (m. kr.) 31.12.2018* 31.12.2017* Breyting 2018 
Sjóður og innstæður í Seðlabanka 35.291 12.151 22.971 189% 
Markaðsskuldabréf og önnur verðbréf veðhæf hjá Seðlabanka 9.738 48.114 -38.375  -80% 
Erlend ríkisskuldabréf með 0% áhættuvog 49.932 49.771 161 0% 
Hágæða lausafjáreignir 94.961 110.036 -15.243  -14% 
Útlán og kröfur á fjármálafyrirtæki 81.211 57.074  24.137 42% 
Heildarlausafjárforði 176.172 167.110 8.894 5% 

*Lausafjárvirði


Þróun lausafjáreigna árið 2018 (m. kr.)

Útlán til viðskiptavina námu 1.065 milljörðum króna í lok árs 2018 samanborið við tæpa 926 milljarða króna í byrjun ársins og hækkuðu þau um 139 milljarða króna á árinu.

Útlán jukust bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Vanskilahlutfall útlána heldur áfram að lækka og var 0,8% í lok árs 2018, samanborið við 0,9% í lok árs 2017. Heildareignir bankans hækkuðu um 133,2 milljarða króna á árinu.

Innlán viðskiptavina, jukust um 14,5% á árinu 2018, eða um 87,9 milljarða króna. Innlán frá lánastofnunum og Seðlabanka hækkuðu um 2,5 milljarða króna á árinu.

Eignir
Skuldir og eigið fé
Samsetning innlána (m. kr.)
Eignir til sölu
Skuldir tengdar eignum til sölu

Í júlí 2018 staðfesti S&P Global Ratings óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans BBB+/A-2 með áframhaldandi stöðugum horfum.

Landsbankinn gaf út víkjandi skuldabréf í september 2018 að fjárhæð 100 milljónir evra. Skuldabréfin eru á gjalddaga í september 2028 með heimild til innköllunar í september 2023. Um er að ræða fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu Landsbankans og er hún með lánshæfiseinkunnina BBB- frá S&P Global Ratings. Skuldabréfin bera fasta 3,125% vexti fyrstu fimm árin og voru seld á kjörum sem jafngilda 285 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.

Í október 2018 veitti Norræni fjárfestingabankinn (NIB) Landsbankanum lán að fjárhæð 75 milljónir Bandaríkjadala með gjalddaga í október 2025.

Landsbankinn greiddi upp eftirstöðvar skuldabréfaútgáfu á gjalddaga skuldabréfanna í október 2018 og námu eftirstöðvarnar 150 milljónum evra.

Regluleg útboð sértryggðra skuldabréfa voru haldin á árinu 2018 og voru áður útgefnir flokkar stækkaðir um 32 milljarða króna að nafnverði á árinu.

Endurgreiðsluferill lánsfjármögnunar (m. kr.)
Rekstrarreikningur (m. kr.) 2018 2017 Breyting 2018
Hreinar vaxtatekjur 40.814 36.271 4.543 13%
Virðisbreyting 1.352 1.785 -433 -24%
Hreinar vaxtatekjur eftir virðisbreytingu 42.166 38.056 4.110 11%



   
Hreinar þjónustutekjur  8.157 8.431 -274 -3%
Gjaldeyrisgengismunur -1.497 -1.375 -122 9%
Aðrar rekstrartekjur 5.084 8.400 -3.316 -39%
Afkoma fyrir rekstrarkostnað 53.910 53.512 398 1%



   
Laun og launatengd gjöld 14.589 14.061 528 4%
Önnur rekstrargjöld 9.348 9.789 -441 -5%
Rekstrarkostnaður 23.937 23.850 87 0%
 
     
Hagnaður fyrir skatta  29.973 29.662 311 1%
 
     
Tekju- og bankaskattur -10.713 -9.896 -817 8%
Hagnaður ársins 19.260 19.766 -506 -3%


Hreinar vaxtatekjur námu 40,8 milljörðum króna á árinu 2018 samanborið við 36,3 milljarða króna árið 2017. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,7% en var 2,5% árið áður.

Virðisbreytingar voru jákvæðar um 1,4 milljarða króna samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1,8 milljarða króna árið 2017. Hreinar þjónustutekjur námu 8,2 milljörðum króna á árinu 2018 samanborið við 8,4 milljarða króna árið áður.

Aðrar rekstrartekjur námu 3,6 milljörðum króna á árinu 2018 samanborið við 7 milljarða króna árið 2017, sem er lækkun um 49% á milli ára. Óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar.

Breyting milli 2017 og 2018 (m. kr.)

Rekstrarkostnaður ársins 2018 var 23,9 milljarðar króna og hækkar um 0,4% frá árinu á undan. Launakostnaður hækkar um 3,8% á milli ára og annar rekstrarkostnaður lækkar um 441 milljónir eða um 4,5%. Kostnaðarhlutfallið fyrir árið reiknast 45,5%. Kostnaðarhlutfallið sýnir hlutfall rekstrargjalda bankans á móti hreinum rekstrartekjum, að undanskildum virðisbreytingum. Stöðugildum í samstæðu bankans fækkaði um 78 á árinu 2018, úr 997 í 919.

Afkoma 2018 (m. kr.)