Fyrirtæki


Landsbankinn er hreyfiafl í samfélaginu og sinnir því hlutverki af ábyrgð. Bankinn er traustur samherji viðskiptavina sinna og kappkostar að bjóða framúrskarandi fjármálalausnir og þjónustu.

Fara neðar
Byggingar og byggingarkranar
Íslenska hagkerfið blómstraði árið 2018 líkt og það hefur gert undanfarin ár. Hagvaxtarskeiðið var á sínu áttunda ári og flestir mælikvarðar efnahagslífsins sýndu mjög góða stöðu. Á síðari hluta ársins voru þó teikn um að hagkerfið færi lítillega kólnandi.

Traust fyrirtækjaþjónusta

Hlutdeild Landsbankans á fyrirtækjamarkaði er mjög sterk og mældist 34% á ársgrundvelli 2018, samkvæmt Gallup. Hlutdeildin mældist örlitlu minni en í árslok 2017 (34,8%), en heilt yfir hefur hlutdeildin farið vaxandi síðustu ár.

Heildarútlán til fyrirtækja jukust nokkuð umfram áætlanir á árinu sem má rekja til nokkurra stórra verkefna sem bankinn tók þátt í að fjármagna. Hlutdeild Landsbankans í útlánum til fyrirtækja er sem fyrr mest meðal stóru bankanna þriggja, eða 40,6%*. Lánasafn Landsbankans hefur vaxið hvað mest til fyrirtækja í sjávarútvegi en einnig til fyrirtækja í verslun og þjónustu. Upp úr miðju ári hægði aðeins á í bygginga- og fasteignageiranum og búist er við því að sú þróun haldi áfram. Heldur dró einnig úr miklum vexti ferðaþjónustunnar og í greininni er nú aukin áhersla lögð á hagræðingu og mikilvægi þess að styrkja greinina til framtíðar. Þá sameinuðu nokkur öflug fyrirtæki í verslun og þjónustu krafta sína á árinu.

Áhersla á góða þjónustu og þróun stafrænna lausna

Öflug fyrirtækjaþjónusta Landsbankans um allt land tryggir fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum fyrirmyndarþjónustu. Landsbankinn leggur jafnframt mikla áherslu á þróun sjálfsafgreiðslulausna og að bæta yfirlit í netbanka fyrirtækja.

Nánar er fjallað um þær nýjungar sem urðu í stafrænni þjónustu við fyrirtæki í kaflanum um betri bankaviðskipti.

Áhersla á öfluga og góða þjónustu, góð samskipti og upplýsingagjöf til fyrirtækja skiluðu sér í aukinni ánægju fyrirtækja með þjónustuna, samkvæmt mælingum Gallup. Mælingar Gallup sýndu einnig þá ánægjulegu niðurstöðu að væru fyrirtæki að velja sér viðskiptabanka í dag, myndu talsvert fleiri velja Landsbankann en eru nú þegar í viðskiptum.

*Samkvæmt ársuppgjörum bankanna fyrir árið 2018. Uppfært þegar uppgjör allra bankanna lágu fyrir.
Markaðshlutdeild á fyrirtækjamarkaði
Heimild: Gallup

Markaðshlutdeild í útlánum til fyrirtækja*

40,6%
* Samkvæmt ársuppgjöri bankanna fyrir árið 2018. Uppfært þegar uppgjör allra bankanna lágu fyrir.

Minni og meðalstór fyrirtæki

Fyrirtækjamiðstöð Landsbankans, sem þjónustar minni og meðalstór fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið starfrækt í Borgartúni 33 frá árinu 2014. Þjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg ár frá ári. Í Fyrirtækjamiðstöðinni eru öflugir viðskiptastjórar sem sinna fyrirtækjum á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í Borgartúni 33 er auk þess útibú Landsbankans, Bíla- og tækjafjármögnun er þar til húsa sem og Landsbréf hf., dótturfyrirtæki Landsbankans.

Landsbankinn leggur sömuleiðis mikla áherslu á þjónustu við fyrirtæki á landsbyggðinni og kannanir Gallup sýna að Landsbankinn hefur þar mesta markaðshlutdeild af stóru bönkunum þremur.

360° samtöl fyrirtækja

Seinnihluta árs 2017 hóf Landsbankinn að bjóða upp á 360° samtöl fyrirtækja en í þeim er farið yfir rekstur og framtíðaráætlanir viðkomandi fyrirtækis, þarfir þess og hvernig Landsbankinn getur komið að liði. Reynslan úr fyrstu samtölunum var notuð til að breyta og bæta þessa þjónustu og árið 2018 hófst kynning á henni fyrir alvöru. Óhætt er að segja að 360° samtölum fyrirtækja hafi verið vel tekið. Samtölin eru sérsniðin að þörfum eigenda og stjórnenda minni og meðalstórra fyrirtækja og standa öllum fyrirtækjum í viðskiptum við Landsbankann til boða. Á árinu 2018 var rætt við forsvarmenn um 400 fyrirtækja og mæltist þjónustan afar vel fyrir.

360° samtöl fyrirtækja á árinu 2018

400samtöl
Bakari

Áfram gróska í mannvirkjafjármögnun

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi í mannvirkjafjármögnun og hefur á liðnum árum verið umsvifamikill í fjármögnun nýrra íbúða og nýrra hótelbygginga. Mikil eftirspurn hefur verið eftir íbúðarhúsnæði á undanförnum árum og bankinn hefur verið bakhjarl margra verktaka sem standa fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis.

Um síðustu áramót voru stærri verkefni á þessu sviði sem bankinn fjármagnar 103 talsins á vegum 71 verktakafyrirtækis. Hótelverkefnin voru átta talsins og atvinnuhúsaverkefni fimm talsins. Verkefni sem sneru að byggingu nýs íbúðarhúsnæðis voru langsamlega fyrirferðarmest en alls voru 90 slík verkefni, sem fjármögnuð eru af Landsbankanum, yfirstandandi um síðastliðin áramót.

Umrædd verkefni snúa að byggingu á 3.960 íbúðum og munu þær flestar koma inn á fasteignamarkað á árunum 2019 og 2020. Af þessum íbúðum eru 570 leiguíbúðir á borð við íbúðir á stúdentagörðum og almennar leiguíbúðir, þ.e. í eigu félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni (hses. félög). Stærsti hluti íbúðanna er á höfuðborgarsvæðinu en jafnframt voru stærri verkefni á þessu sviði á Selfossi, Akranesi og í Reykjanesbæ. Gera má ráð fyrir að á næstunni muni draga nokkuð úr stærri fasteignaverkefnum.

Stór byggingaverkefni sem bankinn kom að

103verkefni

Íbúðir fjármagnaðar af Landsbankanum*

3.960íbúðir
* Koma flestar á markað 2019 og 2020

Almennar leiguíbúðir fjármagnaðar af Landsbankanum

570leiguíbúðir

Öflugur samherji ferðaþjónustunnar

Ferðaþjónustan er nú stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin í landinu. Landsbankinn hefur lagt vexti og viðgangi ferðaþjónustunnar mikið lið á hröðu vaxtarskeiði hennar á síðustu árum.

Landsbankinn fjármagnar nú átta hótelverkefni með alls 540 hótelherbergjum en áætlað er að hótelin opni á árunum 2019 og 2020. Sex þeirra hótela sem bankinn fjármagnar nú eru á höfuðborgarsvæðinu og tvö utan þess. Dregið hefur úr fjölgun ferðamanna en engu að síður er nýting hótelherbergja mikil hér á landi, sér í lagi yfir sumarmánuðina.

Bankinn hefur verið áhugasamur um að sinna góðum uppbyggingarverkefnum á breiðu sviði innan ferðaþjónustunnar, svo sem afþreyingarfyrirtækja, bílaleiga og hópferðafyrirtækja. Þá hefur ITF I, sem er sérhæfður ferðaþjónustusjóður í umsjá Landsbréfa hf., dótturfélags bankans, lagt hlutafé í mörg spennandi fyrirtæki tengd ferðaþjónustu.

Blátt skip

Bakhjarl til sjávar og sveita

Árin 2017 og 2018 voru fremur erfið rekstrarár í íslenskum sjávarútvegi. Helstu ástæður sem nefndar hafa verið eru sterkt gengi íslensku krónunnar, há veiðigjöld og hækkandi launakostnaður. Fyrirtækin hafa brugðist við með auknum fjárfestingum og áframhaldandi samþjöppun.

Fjárfestingum hafa fylgt lántökur sem leiddu til þess að umsvif Landsbankans í sjávarútvegi jukust umtalsvert á árinu 2018. Það gerðist hvoru tveggja með auknum lánveitingum til núverandi viðskiptavina en jafnframt bættust við nýir viðskiptavinir, sem er mjög ánægjuleg þróun. Markaðshlutdeild Landsbankans er áfram sterk og samkeppnisstaðan hefur batnað með lægri fjármagnskostnaði og hagkvæmum rekstri. Horfur í sjávarútvegi eru góðar, gengi krónunnar hefur heldur veikst, veiðigjöld lækkað og helstu fiskistofnar eru sterkir.

Landsbankinn heldur áfram að vera sterkur bakhjarl íslensks landbúnaðar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu misseri, einkum í mjólkurframleiðslu. Framleiðendum hefur fækkað og búin hafa stækkað. Landsbankinn hefur lagt sitt af mörkum og stutt við bakið á viðskiptavinum sínum í þeirra uppbyggingu.